Það þykir ganga nærri kraftaverki að tuttugu og sex ára gamalla heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Fram kemur á fréttavef Politiken hann það hafi orðið honum til happs að hann lenti á milli járnbrautateina og því keyrði lest sem kom aðvífandi ekki beint á hann. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús, en hann hlaut skurð á höfði auk nokkurra skráma. Maðurinn segir að annar heimilislaus maður hafi hrint sér fyrir lestina en þeir munu hafa deilt um sígarettu. Árásarmannsins er nú leitað.
