Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru 22. ágúst 2006 19:59 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira