Sport

Mayweather mætir Baldomir

Floyd Mayweather er almennt álitinn einn besti hnefaleikari heimsins í dag
Floyd Mayweather er almennt álitinn einn besti hnefaleikari heimsins í dag NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather mun mæta WBC meistaranum í veltivigt, Carlos Baldomir, í hringnum þann 4. nóvember næstkomandi. Bardaginn fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Mayweather er taplaus á ferlinum og hefur unnið 24 af 36 bardögum sínum á rothöggi.

Baldomir hefur unnið 43 bardaga og tapað 9, en hann hefur ekki tapað bardaga síðan árið 1998. Hann vann síðast Arturo Gatti í júlí og þar áður Zab Judah. Þess má geta að gamla brýnið Oscar de la Hoya hefur óskað eftir því að berjast við Mayweather áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna á næsta ári, en líklegt þykir að breski hnefaleikarinn Ricky Hatton muni reyna að fá að berjast við sigurvegarann úr viðureign þeirra Mayweather og Baldomir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×