Innlent

Lögreglumenn á leið upp krana á eftir mótmælanda

Við álver Alcoa Reyðarfirði
Við álver Alcoa Reyðarfirði MYND/VILHELM

Tveir lögreglumenn eru nú að klifra up í háan byggingakrana á vinnusvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði, til að ná niður mótmælanda, sem klifraði þar upp í morgun í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Tveir mótmælendur til viðbótar hafa hlekkjað sig upp í öðrum krana en á annan tug mótmælenda ruddist í óleyfi inn á byggingasvæðið á sjötta tímanum í morgun. Nokkrir hafa hlekkjað sig við vinnuvélar á jörðu niðri og fjölmennt lögreglulið hefur handtekið nokkra.

Öll vinna á svæðinu liggur niðri þar til aðgerðum verður að fullu lokið , en hátt í þúsund manns vinnu nú við framkvæmdir á svæðinu. Fólkið er meðal annars að mótmæla náttúruspjöllum, sem það segir að muni hljótast af útblæstri frá álverinu auk þess sem þeir hafa hengt upp stórt flagg sem ástendur að framkvæmdirnar séu ólöglegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×