Gæðamat á íslenskum vegum 15. ágúst 2006 19:37 Mynd/Einar Ólasson Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira