Innlent

Flug til Lundúna á áætlun

Mynd/Teitur Jónsson
Flug milli Íslands og Lundúna er allt á áætlun í dag eftir miklar tafir í gær í kjölfar aðgerða gegn meintum hryðjuverkamönnum. Vegna aukinnar öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli er farþegum bent á að mæta snemma í innritun og öryggisleit, auk þess er óskað eftir því að handfarangur sé takmarkaður eins og hægt er. Hafa ber í huga að farþegum gæti verið gert að innrita allan farangur sem þeir hafa meðferðis; handfarangur þar með talinn. Farþegum til Bandaríkjanna er bent á að vera ekki með vökva í handfarangi til að mynda gosdrykki, vatn, áfengi, ilmvötn og fleira. Til vökva telst líka sjampó, tannkrem og hárgel. Undanþegin banninu er mjólk fyrir smábörn, insúlín og nauðsynleg lyf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×