Innlent

Flugferðum frestað til Bretlands

Mynd/Anton Brink
Vegna hryðjuverkarógnar í Bretlandi sem greint var frá fyrr í morgun hafa nokkur flugfélög frestað ferðum til Bretlands, þar á meðal Icelandair. Að sögn Guðjóns Argrímssonar, upplýsingafulltrúi Icelandair, er athugun með flug seinna í dag. Flugumferðarstjórn í Evrópu, Eurocontrol, hefur gefið fyrirmæli þess efnis. Vél frá félaginu átti að leggja af stað til Lundúna á áttunda tímanum í morgun. Vél frá Iceland Express flaug á Standsted flugvöll í Bretlandi rétt eftir klukkan sjö í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×