Innlent

Sveigjanlegri reglur um akstursþjónustu eldri borgara

Reglur um akstursþjónustu eldri borgara í Reykjavík hafa verið gerðar sveigjanlegri. Þeir sem sækja um slíka þjónustu geta nú ráðið því til hvaða erinda þeir nýta ferðir í akstursþjónustunni en áður voru ferðirnar einskorðaðar við læknisheimsóknir, endurhæfingu og félagsstarf á vegum Reykjavíkurborgar. Þjónustusvæðið hefur einnig verið stækkað og nær nú yfir allt höfuðborgarsvæðið en ekki einungis til Reykjavíkur eins og áður var. Nýtt ákvæði hefur verið sett í reglurnar og geta umsækjendur framvegis óskað eftir aðstoðarmanni í ferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×