Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu 8. ágúst 2006 19:00 Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira