Ekkert að marka íslensku fjárlögin? 4. ágúst 2006 18:37 Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira