Verslunarmannafélag Reykjavíkur mun ekki standa fyrir neinum hátíðarhöldum í tilefni frídags verslunarmanna, en undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir fjölskylduhátíð í fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Fjármunum sem sparast með þessu verður meðal annars varið í nýstofnaðan varasjóð VR, sem á að stuðla að auknu jafnræði félagsmanna.-