
Innlent
Sjómaður hætt kominn
Sjómaður, sem var einn á litlum hraðfiskibáti, var hætt kominn þegar vélin í bátnum bilaði í nótt og bátinn tók að reka í áttina að Helguvíkurbjargi á Reykjanesi. Þegar vélin bilaði kallaði bátsverjinn eftir hjálp og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og sendar farm á bjargið. Einnig var björgunarbátur Slysavarnafélagslins Landsbjargar sendur út frá Keflavík og tókst áhöfn hans að koma taug yfir í fiskibátinn áður en hann ræki upp í bjargið, en þar var kvika og hættulegar aðstæður. Að því búnu dró dráttarbáturinn fiskibátinn í land og varð bátsverjanum ekki meint af.