Sport

Floyd Landis féll á lyfjaprófi

Floyd Landis er í vondum málum
Floyd Landis er í vondum málum NordicPhotos/GettyImages

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis féll á lyfjaprófi sem hann fór í eftir 17. áfanga Frakklandshjólreiðanna á dögunum eftir að óeðlilega hátt magn testósteróns fannst í sýni sem tekið var úr honum. Talsmenn hjólreiðakappans segja þessa niðurstöðu koma verulega á óvart, en sýni svokallað B-sýni sömu niðurstöðu, á hann von á að verða sviptur titli sýnum og rekinn frá liði sínu Phonak.

Þetta er enn eitt reiðarslagið fyrir hjólreiðaíþróttina sem hefur um árabil þurft að standa af sér endalausar ásakanir um lyfjamisnotkun úr öllum áttum og því ekki gott að segja hvað verður ef Landis verður endanlega fundinn sekur. Hann hefur verið rekinn frá liði sínu þangað til niðurstaða fæst í málinu. Það var Spánverjinn Oscar Pereiro sem hafnaði í öðru sæti í Frakklandshjólreiðunum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×