Endurskoðun á reglum um eldsneytisflutninga í gangi 27. júlí 2006 12:30 Í Ljósavatnsskarði í fyrradag MYND/Ingólfur Sigfússon Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Umferðaröryggisdeild Umferðarstofu er nú að skoða hvort eigi að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Sú vinna er unnin að beiðni Samgönguráðuneytisins. Hvort og hvernig eldsneytisflutningar um göngin verða takmarkaðir verður ákveðið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir eldsneytisflutninga í örum vexti vegna aukinna umsvifa í samfélaginu. Þannig þurfi reglurnar að vera í sífelldri endurskoðun. Sturla gerir ráð fyrir að í framhaldi vinnu Umferðarstofu varðandi Hvalfjarðargöngin verði farið í reglur um eldsneytisflutning um þjóðvegi landsins almennt. Sérstaklega verði slysið í Ljósavatnsskarði rannsakað og reynt að læra af því. Skoða þurfi vegakerfið, reglur um ökutæki og gæðastjórnun fyrirtækja. Sturla ítrekar þó að allar breytingar á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga þurfi að gera í góðu samstarfi við flutningafyrirtæki. Komið hefur fram að ökuriti flutningabílsins sem lenti í slysinu í Ljósavatnsskarði sýndi að hann var á 90 km hraða stuttu fyrir slysið, eða tíu kílómetrum yfir hámarkshraða slíkra ökutæækja. Samkvæmt Lögreglunni á Húsavík er þó ómögulegt að segja til um hraða flutningabílsins á þeim tíma er slysið varð. Þau tæki og tól sem lögreglan hefur yfir að ráða gera það ekki kleift. Til stendur að taka skýrslu af ökumanninum en hann verður útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Umferðaröryggisdeild Umferðarstofu er nú að skoða hvort eigi að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Sú vinna er unnin að beiðni Samgönguráðuneytisins. Hvort og hvernig eldsneytisflutningar um göngin verða takmarkaðir verður ákveðið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir eldsneytisflutninga í örum vexti vegna aukinna umsvifa í samfélaginu. Þannig þurfi reglurnar að vera í sífelldri endurskoðun. Sturla gerir ráð fyrir að í framhaldi vinnu Umferðarstofu varðandi Hvalfjarðargöngin verði farið í reglur um eldsneytisflutning um þjóðvegi landsins almennt. Sérstaklega verði slysið í Ljósavatnsskarði rannsakað og reynt að læra af því. Skoða þurfi vegakerfið, reglur um ökutæki og gæðastjórnun fyrirtækja. Sturla ítrekar þó að allar breytingar á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga þurfi að gera í góðu samstarfi við flutningafyrirtæki. Komið hefur fram að ökuriti flutningabílsins sem lenti í slysinu í Ljósavatnsskarði sýndi að hann var á 90 km hraða stuttu fyrir slysið, eða tíu kílómetrum yfir hámarkshraða slíkra ökutæækja. Samkvæmt Lögreglunni á Húsavík er þó ómögulegt að segja til um hraða flutningabílsins á þeim tíma er slysið varð. Þau tæki og tól sem lögreglan hefur yfir að ráða gera það ekki kleift. Til stendur að taka skýrslu af ökumanninum en hann verður útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira