Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota 22. júlí 2006 12:59 Frá Vestmannaeyjum MYND/GVA Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira