Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðir vestur á Patreksfjörð þar sem einn skutull hrefnuskipsins Njarðar sprakk ekki. Loka þurfti hluta hafnarinnar á Patreksfirði í gærkvöldi vegna þessa. Sprengjusérfræðingarnir tóku skutulinn í sína vörslu, eyddu honum og höfðu lokið störfum rétt fyrir klukkan tvö í nótt.
