Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra 19. júlí 2006 17:50 Flugumferðarstjórar að störfum MYND/ÞÖK Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira
Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Sjá meira