Innlent

Betri nýting á fjármunum í forvarnastarfi

BÖRN AÐ LEIK Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi
BÖRN AÐ LEIK Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi MYND/Vísir

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að fela félagsmálaráðherra að leiða samstarf þeirra aðila sem starfa að forvörnum hér á landi og móta heildstæða forvarnastefnu sem byggi á betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar er veitt í verkefni á þessu sviði. Í starfinu taka þátt fulltrúar ráðuneyta og stofnana, sveitarfélaga, lögreglu, skólayfirvalda, íþróttahreyfingarinnar og annarrar tómstundastarfsemi, auk fulltrúa foreldra. Tillaga að heildstæðri forvarnastefnu skal svo kynnt í ríkisstjórn eigi síðar en 1. desember næstkomandi. Félagsmálaráðherra mun jafnframt þegar hafa forgöngu um að efla umræðu í samfélaginu um mikilvægi hlutverks foreldra og aðkomu sem flestra að forvörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×