Engan sakaði þegar mannlaus jeppi valt út af veginum skammt frá Hellu í gærkvöldi og skemmdist mikið. Jeppinn hafði verið á kerru, sem jepplingur dró.
Hjólabúnaður kerrunnar brast, en við það valt jeppinn af henni og hafnaði utan vegar. Að sögn lögreglu ofmetur almenningur oft burðargetu kerranna, þótt engu sé slegið föstu í þessu tilviki.
Innlent