Fyrirtækið 365 hefur sent frá sér tilkynningu um hækkun á áskriftarstöðvum sínum frá og með 20. júlí næstkomandi. Áskrift að Stöð 2 og erlendum pökkum hækkar um 8% og áskrift að Sýn um 12% fyrir M12 áskrifendur en 13% í almennri áskrift.
Í tilkynningunni kemur segir að verðhækkanirnar séu tilkomnar vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og aukins kostnaðar við innkaup á erlendu efni sökum veikrar stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Ari Edwald, forstjóri 365, segir hækanirnar vera innan marka verðlagsþróunarinnar og ekki til jafns við raunhækkun á þjónustunni. Hækkanir hafa yfirleitt komið til árlega og fyrir ágústmánuð en viðskiptavinir fyrirtækisins borga flestir fyrirfram fyrir þjónustuna svo þeir munu finna fyrir hækkuninni strax á fimmtudaginn.