Sport

Íslenska liðið spilar í Magdeburg

Ólafur Stefánsson er dýrkaður og dáður í Magdeburg og þekkir þar hvern krók og kima
Ólafur Stefánsson er dýrkaður og dáður í Magdeburg og þekkir þar hvern krók og kima Mynd/Vilhelm
Búið er að tilkynna hvar riðlarnir á HM í Þýskalandi á næsta ári verða spilaðir og í ljós kom að íslenska landsliðið mun spila fyrstu þrjá leiki sína í Magdeburg. Það verður að teljast íslenska liðinu til tekna, því eins og flestir vita eru nokkrir af landsliðsmönnunum öllum hnútum kunnugir þar á bæ. Alfreð Gíslason stýrði liði Magdeburg við frábæran orðstír í mörg ár og þá hafa leikmenn eins og Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason gert fína hluti með liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×