Engin sjúkraflugvél í Eyjum
![](https://www.visir.is/i/CA23AC6F920AFA415D35D0716C89CF715AE0ED283F346873F749EF0DEB396FFE_713x0.jpg)
Starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja gripu enn í tómt í fyrradag, þegar þeir hugðust senda sjúkling með sjúkraflugvél til Reykjavíkur til innlangar á Landspítalann. Vélin reyndist þá vera í Reykjavík í leiguflugi. Þegar hún kom svo til Eyja var hún full af farþegum og þurfti að taka úr henni sæti áður en sjúklingurinn var fluttur um borð. Að sögn vefsins Suðurland.is á vélin alltaf að vera í Eyjum, samkvæmt samningi heilbrigðisyfirvalda við flugfélagið.