Innlent

Afli skipa minnkar milli ára

Á árinu 2005 var afli íslenskra skipa tæp 1.669 þúsund tonn sem er 59.000 tonnum minni afli en árið 2004. Aflaverðmæti var þó svipað á árunum 2004 og 2005 eða tæpir 68 milljarðar króna. Mesta magninu var landað á Austurlandi og var unnið úr stærstum hluta fiskaflans þar. Verðmætasti aflinn fór til vinnslu á höguðborgarsvæðinu. Ýsuaflinn sló fyrra met í aflamagni og var mikið til frystur í landi á meðan þorskaflinn fór mest í salt. Frysting síldaraflans jókst frá árinu 2004 og er nú stærsti hluti hans frystur annað hvort á landi eða á sjó. Þetta kemur fram í ritinu Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×