Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu 30. maí 2006 12:59 SINCOR olíuvinnslustöðin í nágrenni Caracas í Venesúela. Mynd/AFP Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. Sérfræðinga í olíumálum segja að þrátt fyrir að olíubirgðir hafi aukist þá vilji samtökin ekki verða sökuð um að þrýsta olíuverði enn frekar upp. Verð á olíu hefur í nokkrar vikur staðið nálægt sögulegu hámarki. Samtökin hafa haldið olíuframleiðslu sinni óbreyttri frá miðju síðasta ári til að koma í veg fyrir enn frekari verðhækkanir m.a. vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjanna og Íran og árása skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. Þrátt fyrir þetta hefur Rafael Ramirez, olíumálaráðherra Venesúela, krafist þess að olíuframleiðsla samtakanna, sem nemur 28 milljónum tunna á degi hverjum, verði minnkuð um 500.000 til 1 milljón tunna á dag vegna aukinna olíubirgða. Á meðal olíuframleiðsluríkja í Opec-samtökunum eru Sádi-Arabía, Írak, Íran og Nígería en aðildarríki samtakanna framleiða þriðjung allrar olíu í heiminum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. Sérfræðinga í olíumálum segja að þrátt fyrir að olíubirgðir hafi aukist þá vilji samtökin ekki verða sökuð um að þrýsta olíuverði enn frekar upp. Verð á olíu hefur í nokkrar vikur staðið nálægt sögulegu hámarki. Samtökin hafa haldið olíuframleiðslu sinni óbreyttri frá miðju síðasta ári til að koma í veg fyrir enn frekari verðhækkanir m.a. vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjanna og Íran og árása skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. Þrátt fyrir þetta hefur Rafael Ramirez, olíumálaráðherra Venesúela, krafist þess að olíuframleiðsla samtakanna, sem nemur 28 milljónum tunna á degi hverjum, verði minnkuð um 500.000 til 1 milljón tunna á dag vegna aukinna olíubirgða. Á meðal olíuframleiðsluríkja í Opec-samtökunum eru Sádi-Arabía, Írak, Íran og Nígería en aðildarríki samtakanna framleiða þriðjung allrar olíu í heiminum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira