Lífið

Idol styrkir Barnaspítala Hringsins

Í úrslitaþætti Idol Stjörnuleitar ákváðu Stöð 2, OgVodafone og Síminn að

efna til aukakosningar um eftirminnilegasta keppanda Idol 3 og rann

ágóðinn til Barnaspítala Hringsins.

Stöð 2 valdi tvö atriði sem þóttu hvað eftirminnilegust, annars vegar

tveir félagar, þeir Arnar og Gunnar sem að sömdu lag og dans. Lagið var

DiscoNight og náði töluverðum vinsældum á Íslandi. Hitt atriðið kom frá

Benedikt VanHoof. En Benedikt er Þjóðverji sem að hefur búið á

Íslandi í um 4 ár.

Hann átti mjög eftrirminnilegt atriði í áheyrnarprufum þegar hann

opnaði fyrir skyrtuna og í ljós kom stórt tattoo af skjaldamerki

Íslands. Á

úrslitakvöldinu söng Benedikt "Thank you for the Music" eftir Abba.

Þjóðin virtist taka þessari aukakosningu í miðjum úrslitum vel og fóru leikar þannig að Benedikt VanHoof sigraði Arnar og Gunnar og Barnaspítali Hringsins fékk ágóðan af tæplega 6900 atkvæðum.

Í dag, mánudaginn 22. maí, mun Snorri Idol stjarna afhenda Barnaspítala

Hringsins ávísun uppá 682.457 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.