Sport

Alonso hefur engar áhyggjur af Ferrari

Fernando Alonso er staðráðinn í að krækja í sigur á heimavelli um helgina
Fernando Alonso er staðráðinn í að krækja í sigur á heimavelli um helgina NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki hafa meiri áhyggjur af Ferrari-liðinu en öðrum keppinautum sínum það sem af er keppnistímabilinu, en Ferrari hefur sem kunnugt er sigrað í tveimur síðustu keppnum.

"Ég hef ekkert meiri áhyggjur af velgengni Ferrari en Honda og McLaren. Þetta eru þau þrjú lið sem ég bjóst við að yrðu í baráttunni í ár og það hefur líka komið á daginn," sagði Spánverjinn ungi, sem ætlar sér stóra hluti á heimavelli um helgina.

"Fyrir þremur árum horfðu 500.000 manns á keppnina heima á Spáni, en nú sjá hana á milli 10 og 12 milljónir manna. Þetta er vissulega skemmtileg þróun og nafn mitt og formúla 1 er á allra vörum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×