Innlent

Og Vodafone tekur í notkun „EDGE-tækni"

Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE-tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Lokið hefur verið við uppsetningu á EDGE-sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Núverandi EDGE-svæði Og Vodafone nær því um allt höfuðborgarsvæðið, í Mosfellsdal og að Grundarhverfi. Þá hefur Og Vodafone tekið EDGE í notkun á Akureyri.

 

Í tilkynningu frá Og Vodafone segir að með tilkomu EDGE (Enhanced Data Rates for Global Evolution) margfaldist afkastageta í GSM-kerfi fyrirtækisins gríðarlega og vöruframboð til notenda eykst. Meðal annars er hægt að nota Vodafone BlackBerry, Vodafone Mobile Connect gagnakortið fyrir fartölvunotendur og Vodafone live!, sem er fjölbreytt efnisveita fyrir GSM notendur, með enn auðveldari hætti en áður. Vodafone live! gerir notendum kleift að sækja sér myndskeið af mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, hágæða leiki, MP3 hringitóna, fréttir og annars konar afþreyingarefni með meiri hraða og í betri gæðum en áður hefur þekkst, að því er segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×