Lífið

Báglegar aðstæður á barnaspítala og misrétti gegn fórnarlömbum ofbeldisglæpa

Það verða tvö mál á dagskrá íslenska fréttaskýringaþáttarins Kompáss:

 

Þörfin fyrir hágæsluherbergi á Barnaspítala Hringsins

Fjallað verður um þörfina á hágæsluherbergi á Barnaspítala Hringsins, en hágæsluherbergið er fyrir veik börn sem eru þó ekki nógu veik til að vera á gjörgæsludeild en of veik til að vera á almennri deild. Kompás segir sögu foreldra sem misstu barn sitt síðasta haust, en barnið lést í höndum foreldranna á leið þeirra á gjörgæsludeildina, sem er staðsett í öðru húsi.

Fjölmörg, mjög veik börn hafa verið flutt þessa leið, af barnaspítalanum á gjörgæsludeildina og gangurinn er langur sem foreldrarnir, börnin og starfsfólk spítalans þurfa fara. Kompás sýnir leiðina. Hvers vegna hefur hágæsluherberginu ekki verið komið í gagnið? Hvað þarf mörg veik börn til? Hvað kostar reksturinn? Kompás leitar svara í heilbrigðiskerfinu og bregður upp mynd af foreldrum veikra barna sem þar dvelja langdvölum.



Fórnarlömb ofbeldisglæpamanna þurfa sjálf að rukka ofbeldismenn um dæmdar bætur

Kristinn R.Magnússon er reiður. Hann hlaut heilaskaða eftir að sparkað var ítrekað í höfuð hans í Austurstræti fyrir rúmum sjö árum. Síðan hefur fátt eitt gerst í lífi Kidda, annað en að bíða eftir að málið fái rétta meðferð í kerfinu. Kiddi og móðir hans eru afar ósátt við að hann og önnur fórnarlömb ofbeldisglæpa skuli sjálf þurfa að rukka ofbeldismenn um dæmdar bætur. Síðast en ekki síst er Kiddi ósáttur við að þurfa að vera uppá aðra kominn og honum finnst litið á öryrkja á Íslanda einsog hverja aðra hálfvita. Þorsteinn Joð ræðir við Kidda og foreldra hans.

 

Kompás er sýndur í opinni dagskrá á NFS og Stöð 2 á sunnudögum, strax eftir fréttir klukkan 19.10

Síða Kompáss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×