Sport

Fjórir kylfingar efstir og jafnir fyrir lokadaginn

Þegar keppni á Fordmótinu í golfi í Miami í Flórída er hálfnuð eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sætinu. Tiger Woods hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék Doral-völlinn á 64 höggum eða 8 undir pari. Tiger lék í gær á 67 höggum og er samtals á 13 undir pari.

Phil Mickelson var höggi á eftir þegar kylfingarnir hófu leik í gær. Mickelson lék betur en Tiger í gær, lék á 6 undir pari og er samtals á 13 undir pari. Mickelson fékk örn á áttundu braut og síðan fugla á tveimur af þremur síðustu holunum. Mickelson og Woods verða saman í holli í dag.

Scott Verplank er einnig á sama skorinu og þeir Woods og Mickelson. Verplank lék best þeirra þriggja í gær eða á 65 höggum. Kolumbíumaðurinn, Camilo Villegas, var senuþjófurinn í Doral-vellinum í gær. Hann lék golf í liði Flórídaháskóla og kann greinilega vel við sig innan um stórlaxana. Hann kórónaði fína spilamennsku sína í gær með því að fá fugl á 9. holu og þeirri síðustu sem hann spilaði í gær. Þessi 24 ára Kolumbíumaður er greinilega til alls líklegur á Ford-mótinu í Flórída.

Lokadagurinn verður í beinni útsendingu á Sýn annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×