Nokkrir punktar um íslamskan fasisma, Miðausturlönd og Vestrið 27. febrúar 2006 15:51 1. Íraksstríðið er mistök. Háð á röngum forsendum, byggt á ofurbjartsýni svokallaðra neocona í Bandaríkjunum um að hægt sé að breiða vestrænt lýðræði út um heiminn með valdi peninga og vopna og þá muni menn falla að fótum þess. En þetta reyndist ekki svo einfalt.2. Að hluta til upplognar ástæður fyrir innrásinni í Írak hafa grafið undan tiltrú ríkisstjórna í Bretlandi og Bandaríkjunum.3. Helstu afleiðingar Íraksstríðsins er vaxandi ófriður milli shía og súnní-múslima. Í skjóli þeirra fyrrnefndu seilast Íranir til áhrifa í Írak. Það var örugglega ekki tilgangurinn með innrásinni. Líklega mun bandarískur her þurfa að vera lengi enn í Írak - eins slæm tilhugsun og það er. 4. Í Íran hefur brjálaður maður komist til valda. Ríkið sem varð til í íslömsku byltingunni 1979 er fjarskalega ógeðfellt, enda byggir það á hatri, manndrápum og trúarofstæki. Vonir voru bundnar við að það færðist smátt og smátt í átt til frelsis, en nú virðist hafa orðið lát á þeirri þróun.5. Íranir mega ekki eignast kjarnorkuvopn. Það eru ekki rök í málinu að Ísrael eigi líka kjarnorkuvopn. 6. Athæfi Ísraelsríkis er ólíðandi. Ráðamenn í Ísrael beita kúgun, svikum og lygum - í augum þeirra eru samningar ekki pappírsins virði. Leggja á niður landnemabyggðir á Vesturbakkanum, Jerúsalem þarf að verða höfuðborg bæði Ísraels og Palestínu - undir umsjá Sameinuðu þjóðanna.7. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er að mörgu leyti dularfullur. Hann afsannar þá kenningu að stefna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum stjórnist af olíuhagsmunum. Bandaríkin þurfa að vera tilbúin að beita þessa vinaþjóð sína meiri hörku, jafnvel viðskiptaþvingunum.8. Á sama tíma er Ísrael hentugur blóraböggull. Það er þægilegt fyrir einræðisherra í Miðausturlöndum að beina reiði þegna sinna gegn Ísrael - og hinum mikla Satan, Bandaríkjunum. Hatrið á Ísrael og Vesturlöndum kemur að nokkru leyti í staðinn fyrir alvöru stjórnmálastarf í ófrjálsum ríkjum íslams.9. Í Palestínu eru hryðjuverkasamtök komin til valda - nota bene í lýðræðislegum kosningum. Hamas hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum og fagnað þeim. Vel má vera að þrátt fyrir þetta verði nauðsynlegt að umgangast Hamas eins og lögmætan samningsaðila - það kann líka að vera að ábyrgðin sem fylgi valdinu breyti Hamas. Það vekur hins vegar tortryggni að fyrsta verk Hamas eftir kosningasigurinn var að efna til mótmæla gegn dönskum skopmyndum. Að nokkru leyti má telja kosningasigur Hamas afleiðingu af stefnu Ísraels og Bandaríkjanna - og óskaplegri spillingu sem hefur fengið að þrífast í palestínsku heimastjórninni.10. Guantanamo er ólíðandi. Það þarf að beita harkalegum aðferðum til að kveða niður hnattvædd hryðjuverkasamtök. En Guantanamo er orðið tákn um kerfisbundna grimmd, ómennsku og mannfyrirlitningu.11. Afganistan hefði átti að byggja upp eftir innrásina 2001. Innrásarherirnir reyndust ekki hafa þolinmæði, vilja né fjármagn til þess. Nú er landið aftur komið á stig gamla ofbeldisins, ópíumræktun hefur aldrei verið meiri, stríðsherrar hrifsa til sín völdin. 12. Við getum ekki liðið uppgang íslamskra fastistahreyfinga á Vesturlöndum. Þetta er hugmyndafræði sem ekki er endilega íslam, heldur nútímaleg útgáfa af því, byggist á samsuðu af bókstafstrú, púritanisma og hatri á vestrænni menningu - eðlilegast að kalla það íslamisma eða íslamskan fasisma.13. Skopmyndamálið var afhjúpandi. Að baki liggur sú hugmynd að ekki megi gagnrýna íslamstrú né nokkuð henni tengt, þá fremji maður helgispjöll. Það er ekki bara skopmyndateiknurum sem er ógnað, heldur líka blaðamönnum, rithöfundum, fræðimönnum, kvikmyndagerðarmönnum, stjórnmálamönnum. Þeir sem mótmæltu skopteikningunum fengu furðu mikinn hljómgrunn á Vesturlöndum - sumpart vegna hugleysis ráðamanna og útbreidds haturs á vestrænum gildum, en líka á forsendum fjölmenningar. Við þurfum fjölmenningu sem felur í sér að ólíkir hópar lifa í sátt og samlyndi, en hún má ekki vera afsökun fyrir kúgun og ofstæki.14. Stærstur hluti hryðjuverka í heiminum er framinn í nafni íslams (með ofannefndum fyrirvara um íslamskan fasisma). Bandaríkjastjórn heldur því fram að hún hafi komið í veg fyrir nokkur mikil hryðjuverk síðan 11/9. Sama máli gegnir líklega um Evrópuríki. Stór hryðjuverkaárás í vestrænu ríki getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi og frið í heiminum. Þannig að stríðinu gegn hryðjuverkum (óheppilegt nafn) er ekki lokið.15. Víðast í hinum íslamska heimi eru einræðisstjórnir við völd. Þeim er haldið uppi af hervaldi. Almenn menntun er léleg, ástand atvinnuvega hörmulegt, stjórnarfar vont - upplýsingabylting síðustu ára hefur varla borist þangað. Veraldlegur ríkissósíalismi leiðtoga eins og Nassers og Saddams mistókst, en ríki sem byggja á trúarboðum hafa ekki fært þegnum sínum hamingju. Nú má vera að ástandið í heimshluta sé að sumu leyti Vesturveldunum að kenna, en leiðin út úr ógöngunum liggur ekki í gegnum eyðileggjandi hugmyndafræði sem boðar hatur á vestrinu.16. Saudi-Arabía er eitt versta dæmið um íslamskt einræðisríki. Þar ríkir þjófræði fámennrar stéttar aðalsmanna sem lifir í ofboðslegu ríkidæmi. Kvennakúgunin þar er óskapleg. Á sama tíma er landið uppspretta hryðjuverkahreyfinga og túarofstækis sem hefur verið ein helsta útflutningsvara Saudi-Arabíu. Einhvern tíma mun óánægja þegnanna beinast inn á við - gegn furstunum. 17. Bandaríkin og önnur Vesturlönd þurfa að venja sig af Persaflóaolíu.18. Ekki að það skipti miklu máli í hinu stóra samhengi, en stuðningur Íslands við innrásina í Írak var misráðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
1. Íraksstríðið er mistök. Háð á röngum forsendum, byggt á ofurbjartsýni svokallaðra neocona í Bandaríkjunum um að hægt sé að breiða vestrænt lýðræði út um heiminn með valdi peninga og vopna og þá muni menn falla að fótum þess. En þetta reyndist ekki svo einfalt.2. Að hluta til upplognar ástæður fyrir innrásinni í Írak hafa grafið undan tiltrú ríkisstjórna í Bretlandi og Bandaríkjunum.3. Helstu afleiðingar Íraksstríðsins er vaxandi ófriður milli shía og súnní-múslima. Í skjóli þeirra fyrrnefndu seilast Íranir til áhrifa í Írak. Það var örugglega ekki tilgangurinn með innrásinni. Líklega mun bandarískur her þurfa að vera lengi enn í Írak - eins slæm tilhugsun og það er. 4. Í Íran hefur brjálaður maður komist til valda. Ríkið sem varð til í íslömsku byltingunni 1979 er fjarskalega ógeðfellt, enda byggir það á hatri, manndrápum og trúarofstæki. Vonir voru bundnar við að það færðist smátt og smátt í átt til frelsis, en nú virðist hafa orðið lát á þeirri þróun.5. Íranir mega ekki eignast kjarnorkuvopn. Það eru ekki rök í málinu að Ísrael eigi líka kjarnorkuvopn. 6. Athæfi Ísraelsríkis er ólíðandi. Ráðamenn í Ísrael beita kúgun, svikum og lygum - í augum þeirra eru samningar ekki pappírsins virði. Leggja á niður landnemabyggðir á Vesturbakkanum, Jerúsalem þarf að verða höfuðborg bæði Ísraels og Palestínu - undir umsjá Sameinuðu þjóðanna.7. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er að mörgu leyti dularfullur. Hann afsannar þá kenningu að stefna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum stjórnist af olíuhagsmunum. Bandaríkin þurfa að vera tilbúin að beita þessa vinaþjóð sína meiri hörku, jafnvel viðskiptaþvingunum.8. Á sama tíma er Ísrael hentugur blóraböggull. Það er þægilegt fyrir einræðisherra í Miðausturlöndum að beina reiði þegna sinna gegn Ísrael - og hinum mikla Satan, Bandaríkjunum. Hatrið á Ísrael og Vesturlöndum kemur að nokkru leyti í staðinn fyrir alvöru stjórnmálastarf í ófrjálsum ríkjum íslams.9. Í Palestínu eru hryðjuverkasamtök komin til valda - nota bene í lýðræðislegum kosningum. Hamas hefur staðið fyrir sjálfsmorðsárásum og fagnað þeim. Vel má vera að þrátt fyrir þetta verði nauðsynlegt að umgangast Hamas eins og lögmætan samningsaðila - það kann líka að vera að ábyrgðin sem fylgi valdinu breyti Hamas. Það vekur hins vegar tortryggni að fyrsta verk Hamas eftir kosningasigurinn var að efna til mótmæla gegn dönskum skopmyndum. Að nokkru leyti má telja kosningasigur Hamas afleiðingu af stefnu Ísraels og Bandaríkjanna - og óskaplegri spillingu sem hefur fengið að þrífast í palestínsku heimastjórninni.10. Guantanamo er ólíðandi. Það þarf að beita harkalegum aðferðum til að kveða niður hnattvædd hryðjuverkasamtök. En Guantanamo er orðið tákn um kerfisbundna grimmd, ómennsku og mannfyrirlitningu.11. Afganistan hefði átti að byggja upp eftir innrásina 2001. Innrásarherirnir reyndust ekki hafa þolinmæði, vilja né fjármagn til þess. Nú er landið aftur komið á stig gamla ofbeldisins, ópíumræktun hefur aldrei verið meiri, stríðsherrar hrifsa til sín völdin. 12. Við getum ekki liðið uppgang íslamskra fastistahreyfinga á Vesturlöndum. Þetta er hugmyndafræði sem ekki er endilega íslam, heldur nútímaleg útgáfa af því, byggist á samsuðu af bókstafstrú, púritanisma og hatri á vestrænni menningu - eðlilegast að kalla það íslamisma eða íslamskan fasisma.13. Skopmyndamálið var afhjúpandi. Að baki liggur sú hugmynd að ekki megi gagnrýna íslamstrú né nokkuð henni tengt, þá fremji maður helgispjöll. Það er ekki bara skopmyndateiknurum sem er ógnað, heldur líka blaðamönnum, rithöfundum, fræðimönnum, kvikmyndagerðarmönnum, stjórnmálamönnum. Þeir sem mótmæltu skopteikningunum fengu furðu mikinn hljómgrunn á Vesturlöndum - sumpart vegna hugleysis ráðamanna og útbreidds haturs á vestrænum gildum, en líka á forsendum fjölmenningar. Við þurfum fjölmenningu sem felur í sér að ólíkir hópar lifa í sátt og samlyndi, en hún má ekki vera afsökun fyrir kúgun og ofstæki.14. Stærstur hluti hryðjuverka í heiminum er framinn í nafni íslams (með ofannefndum fyrirvara um íslamskan fasisma). Bandaríkjastjórn heldur því fram að hún hafi komið í veg fyrir nokkur mikil hryðjuverk síðan 11/9. Sama máli gegnir líklega um Evrópuríki. Stór hryðjuverkaárás í vestrænu ríki getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi og frið í heiminum. Þannig að stríðinu gegn hryðjuverkum (óheppilegt nafn) er ekki lokið.15. Víðast í hinum íslamska heimi eru einræðisstjórnir við völd. Þeim er haldið uppi af hervaldi. Almenn menntun er léleg, ástand atvinnuvega hörmulegt, stjórnarfar vont - upplýsingabylting síðustu ára hefur varla borist þangað. Veraldlegur ríkissósíalismi leiðtoga eins og Nassers og Saddams mistókst, en ríki sem byggja á trúarboðum hafa ekki fært þegnum sínum hamingju. Nú má vera að ástandið í heimshluta sé að sumu leyti Vesturveldunum að kenna, en leiðin út úr ógöngunum liggur ekki í gegnum eyðileggjandi hugmyndafræði sem boðar hatur á vestrinu.16. Saudi-Arabía er eitt versta dæmið um íslamskt einræðisríki. Þar ríkir þjófræði fámennrar stéttar aðalsmanna sem lifir í ofboðslegu ríkidæmi. Kvennakúgunin þar er óskapleg. Á sama tíma er landið uppspretta hryðjuverkahreyfinga og túarofstækis sem hefur verið ein helsta útflutningsvara Saudi-Arabíu. Einhvern tíma mun óánægja þegnanna beinast inn á við - gegn furstunum. 17. Bandaríkin og önnur Vesturlönd þurfa að venja sig af Persaflóaolíu.18. Ekki að það skipti miklu máli í hinu stóra samhengi, en stuðningur Íslands við innrásina í Írak var misráðinn.