Kanna megi auknar heimildir lögreglu til tálbeitunotkunar 20. febrúar 2006 21:30 MYND/E.Ól Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að velta megi því upp hvort auka þurfi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur en segir slíkar breytingar þarfnast vandaðrar yfirferðar. Þingmaður óskar eftir utandagskrárumræðum á Alþingi um auknar heimildir til handa lögreglu eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompás um málið þar sem tálbeitur voru notaðar til að hanka barnaníðinga. Í fréttaskýringaþættinum Kompás á NFS í gærkvöldi var fjallað leiðir níðinga til þess að nálgast ungmenni á netinu. Til þess að nálgast mennina var notuð tálbeita og sýndu rígfullorðnir menn vilja til kynlífsathafna með þrettán ára stúlku. Lögrelgan má ekki nota tálbeitur á sama hátt og gert var í þættinum. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögregla megi ekki nota tálbeitu nema brot liggi fyrir en ekki til að kalla fram brot sem ella hefði ekki verið framið. Það megi þó velta því fyrir sér hvort auka eigi heimildir lögreglu í þessum málum með einhverjum hætti þannig að menn eins og þeir sem birtust í Kompási náist. Hörður bendir þó á að jafnvel þótt menn gangi svo langt að setja sig í samband við ungar stúlkur þá hafi þeir ekki framið brot. Hörður segir að almennt myndi lögregla ekki nota svona rannsóknarúrræði eingöngu í forvarnaskyni. Menn telji það ekki réttu leiðina. Hins vegar geti menn ímyndað sér að ef lögreglan væri inni á spjallþráðum myndi það fæla einhverja frá. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að endurskoða þurfi heimildir lögreglunnar til að nota tálbeitur með þessum hætti, með því að búa til atburðarás og nota hana til forvarna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að velta megi því upp hvort auka þurfi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur en segir slíkar breytingar þarfnast vandaðrar yfirferðar. Þingmaður óskar eftir utandagskrárumræðum á Alþingi um auknar heimildir til handa lögreglu eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompás um málið þar sem tálbeitur voru notaðar til að hanka barnaníðinga. Í fréttaskýringaþættinum Kompás á NFS í gærkvöldi var fjallað leiðir níðinga til þess að nálgast ungmenni á netinu. Til þess að nálgast mennina var notuð tálbeita og sýndu rígfullorðnir menn vilja til kynlífsathafna með þrettán ára stúlku. Lögrelgan má ekki nota tálbeitur á sama hátt og gert var í þættinum. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögregla megi ekki nota tálbeitu nema brot liggi fyrir en ekki til að kalla fram brot sem ella hefði ekki verið framið. Það megi þó velta því fyrir sér hvort auka eigi heimildir lögreglu í þessum málum með einhverjum hætti þannig að menn eins og þeir sem birtust í Kompási náist. Hörður bendir þó á að jafnvel þótt menn gangi svo langt að setja sig í samband við ungar stúlkur þá hafi þeir ekki framið brot. Hörður segir að almennt myndi lögregla ekki nota svona rannsóknarúrræði eingöngu í forvarnaskyni. Menn telji það ekki réttu leiðina. Hins vegar geti menn ímyndað sér að ef lögreglan væri inni á spjallþráðum myndi það fæla einhverja frá. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að endurskoða þurfi heimildir lögreglunnar til að nota tálbeitur með þessum hætti, með því að búa til atburðarás og nota hana til forvarna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira