Innlent

Vilja hindra að Big-Ben fái Úlfarsfellslóðirnar



Meirihlutinn í borginni ætlar að leita allra leiða til þess að hnekkja þeirri niðurstöðu að allar einbýlishúsalóðirnar við Úlfarsfell, nema ein, fari til sama mannsins. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur að þessi niðurstaða hafi verið fyrirséð og vill endurtaka lóðaúthlutunina og láta draga um hver fái lóðirnar.

Benedikt Jósepsson, byggingaverktaki í fyrirtækinu Big Ben átti hæsta tilboðið í 39 einbýlishúsalóðir af 40 við Úlfarsfell í útboði sem opnað var á fostudag. Benedikt sótti um í eigin nafni en fyrirtækjum var meinað að bjóða í lóðirnar. Þetta hefur kallað á viðbrögð og stefnir allt í að strax eftir helgi verði komið í veg fyrir að Benedikt fái lóðirnar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir vísar í að þetta verði gerða á grundvelli fyrirvara sem settir voru í útboðsskilmála. Alfreð Þorsteinsson, forseti Borgarstjórnar vill einnig að þessari niðurstöðu verði hnekkt en telur samt að tilboðsleiðin sé vænlegasta leiðin til að útdeila lóðum. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að þetta hefði mátt vera fyrirséð en VG sat hjá við afgreiðslu útboðsskilmálanna. Segir Árni þór að besta leiðin sé að auglýsa lóðirnar að nýju á föstu, sanngjörnu verði og draga síðan út þá umsækjendur sem hneppa lóðirnar. Telur hann að sanngjarnt verð sé fjarri þeim 20 milljónum á lóð sem Benedikt bauð - sú tala sé útúr öllu korti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×