Innlent

Lögum um þagnarskyldu verði breytt ef þurfa þykir

MYND/GVA

Lagaákvæðum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta verður breytt ef þau eru ekki nógu skýr varðandi það hvort stéttunum beri að tilkynna lögreglu um lögbrot sjúklinga sinna, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Hann telur sjálfur ákvæðin nógu skýr og að læknum beri að tilkynna um lögbrot sjúklinga sinna.

Þetta kom í utandagskrárumræðum um aðgerðir gegn fíkniefnaneyslu í landinu sem Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf. Tekist var á um það hvort stjórnvöld hefðu gert nógu mikið til að berjast gegn fíkniefnadjöflinum og áfengisneyslu í landinu en bent var á að hún hefur aukist um 40 prósent á síðustu tíu árum á Íslandi.

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra var einnig spurður um afstöðu sína til þagnarskyldu heilbrigðisstétta þegar kemur að smygli fíkniefna innvortis, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hafa burðardýr fíkniefna leitað til lækna vegna iðrastíflu.

Landlæknir hefur lýst því yfir að afnema beri þagnarskyldu í slíkum málum en ráðherra telur lagaákvæðin skýr í þessum efnum. Læknum beri í þessum tilvikum að tilkynna lögreglu lögbrot þeirra sem til þeirra leita. Þurfi hins vegar að áliti lögspekinga að gera lagaákvæði skýrari til að tryggja þetta verði það gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×