Innlent

Bað Ögmund að gæta orða sinna

MYND/GVA

Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna.

Deilan spratt í tengslum við fyrirspurn Ögmundar til dómsmálaráðherra um svokallaða greiningardeild Ríkislögreglustjóra sem til stendur að setja á stofn og er meðal annars ætlað að rannsaka landráð. Ögmundur sagði að skírskotun í landráð væri í að minnsta kosti þremur lagabálkum og vísaði meðal annars til lagaákvæða í hegningarlögum um að saknæmt sé ef maður geri samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tilrækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess.

„Getur verið að óvinir og hugsanlegir brotamenn í þessum efnum sitji við stjórn ríkisins. Og ég er til dæmis að vísa í það þegar íslensk stjórnvöld skuldbundu íslensku þjóðina til árása á erlendar þjóðir og þá er ég að vísa að sjálfsögðu í Afganistan og Írak," sagði Ögmundur.

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, bað þá Ögmund að gæta orða sinna. Ögmundur spurðiþáhvers vegna forseti gerði athugasemd við orðalag hans.

Sólveig svaraði því til að forseti hefði það fyrir reglu að biðja þingmenn um að gæta orða sinna ef hann teldi ástæðu til, til þess að gæta að góðri reglu á þinginu og haga orðum sínum á þann hátt það væri til sóma. Hún gæti ekki betur heyrt en að Ögmundur væri að tala um landráð í sambandi við stjórnvöld.

Ögmundur kom þá aftur í pontu og sagðist mundu taka ábyrgð á sínum orðum. Sólveig svaraði því þá til að forseti stjórnaði þinghaldi og áminnti þingmenn hann teldi þörf á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×