Innlent

Aukið eftirlit með olíuflutningum

Varðskip Landhelgisgæslunnar munu fylgjast betur en áður með olíuflutningum í landhelgi Íslands í framtíðinni að sögn dómsmálaráðherra.
Varðskip Landhelgisgæslunnar munu fylgjast betur en áður með olíuflutningum í landhelgi Íslands í framtíðinni að sögn dómsmálaráðherra. MYND/Vísir

Eftirlit verður aukið með skipaflutningum í íslenskri landhelgi í framtíðinni, og þá sérstaklega olíuflutningum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greindi frá þessu í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hann sagði það liggja fyrir að olíuvinnsla eigi að hefjast, og sé sums staðar nú þegar hafin, á norðlægari slóðum en áður hafi þekkst, til að mynda í Barentshafi. Þess vegna sé viðbúið að olíuflutningar í efnahagslögsögu Íslands muni aukast samfara því, og því eðlilegt að eftirlit með slíkum flutningum verði hert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×