Birtum fleiri skopmyndir 30. janúar 2006 19:58 Einu viðbrögðin við mótmælum í múslimalöndum gegn teikningunum af Múhammeð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum er að birta fleiri myndir. Út um allt, í blöðum og á vefnum. Hræddir pólitíkusar og bisnessmenn vilja að Jótlandspósturinn biðjist afsökunar en ritstjórar blaðsins hafa neitað hingað til - neyðast til að vera í felum. Óðir menn brenna danska fánann, hafa í hótunum við norræna borgara, ekki bara Dani, heldur líka Svía og Norðmenn, heimasíða Jótlandspóstsins hefur verið hökkuð. Allt vegna skopmynda sem birtast í ekki sérlega útbreiddu blaði. Maður bíður eftir því að einhver týni lífi vegna þessa máls. --- --- --- Þarna er verið að hvetja til ritskoðunar - en fyrst og fremst sjálfsritskoðunar. Líkt og þegar hamast var á Salman Rushdie vegna Söngva Satans er beitt ofbeldi til að kúga fólk til að þegja. Á þeim tíma vildu margir kenna Rushdie sjálfum um, að hann hefði grafið sína eigin gröf - sama viðhorf heyrir maður nú gagnvart danska blaðinu. Einhverjir segja kannski að ekki megi móðga trúarbrögð annarra þjóða - fjölmenningarsinnar gætu sjálfsagt borið því við - en það er einmitt það sem má samkvæmt okkar vestrænu lýðræðis- og málfrelsishefð. Guðlast er umborið jafnvel þótt það þyki ósmekklegt – við getum ekki breytt því vegna þess að múslimar fara í fýlu. Kristnin hefur lengi verið skotspónn háðfugla, hún hefur verið tekin sundur í öllum tegundum af gríni, meinlausu og andstyggilegu, allt frá meyfæðingunni til krossdauðans og heilagrar þrenningar - þetta er heil bókmenntagrein sem hefur verið tll allt frá tíma Voltaires. Þetta er hægt vegna þess að í samfélagi okkar tókst - á löngum tíma og með miklum erfiðismunum - að skilja á milli hins veraldlega sviðs og hins trúarlega. Ekki einu sinni hinir trúuðu vilja snúa aftur til gamla tímans - að minnsta kosti fæstir hér í Evrópu. Það er einmitt dragbítur á íslömsk samfélög að trúin og pólitíkin er í einum graut. Þess vegna er hægt að efna til slíkra múgæsinga. --- --- --- Það er búið að blása þetta skopteikningamál upp úr öllu valdi. Myndirnar sem við sjáum af æstum múg að mótmæla þeim eru í aðra röndina hlægilegar. En auðvitað líka ógnvekjandi, líkt og alltaf þegar maður horfir framan í blint ofstæki. Öfgamennirnir sjá sér hag í að forheimska fólk með þessu. Ríkistjórnir spila með því þetta beinir athyglinni frá ómögulegu stjórnmálaástandi heimafyrir. Það þarf svolítið að spá í hverjir hafa mestan hag af að efna til slíkra æsinga. Það má alls ekki beygja sig fyrir þessu, heldur er eina andsvarið að birta fleiri svona myndir - ofbeldismönnunum mun vaxa í augum að þurfa að ofsækja þúsundir blaðamanna, ritstjóra og netverja. Þið gætuð til dæmis kópíerað myndirnar sem birtist með þessari grein og sett þær sem víðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Einu viðbrögðin við mótmælum í múslimalöndum gegn teikningunum af Múhammeð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum er að birta fleiri myndir. Út um allt, í blöðum og á vefnum. Hræddir pólitíkusar og bisnessmenn vilja að Jótlandspósturinn biðjist afsökunar en ritstjórar blaðsins hafa neitað hingað til - neyðast til að vera í felum. Óðir menn brenna danska fánann, hafa í hótunum við norræna borgara, ekki bara Dani, heldur líka Svía og Norðmenn, heimasíða Jótlandspóstsins hefur verið hökkuð. Allt vegna skopmynda sem birtast í ekki sérlega útbreiddu blaði. Maður bíður eftir því að einhver týni lífi vegna þessa máls. --- --- --- Þarna er verið að hvetja til ritskoðunar - en fyrst og fremst sjálfsritskoðunar. Líkt og þegar hamast var á Salman Rushdie vegna Söngva Satans er beitt ofbeldi til að kúga fólk til að þegja. Á þeim tíma vildu margir kenna Rushdie sjálfum um, að hann hefði grafið sína eigin gröf - sama viðhorf heyrir maður nú gagnvart danska blaðinu. Einhverjir segja kannski að ekki megi móðga trúarbrögð annarra þjóða - fjölmenningarsinnar gætu sjálfsagt borið því við - en það er einmitt það sem má samkvæmt okkar vestrænu lýðræðis- og málfrelsishefð. Guðlast er umborið jafnvel þótt það þyki ósmekklegt – við getum ekki breytt því vegna þess að múslimar fara í fýlu. Kristnin hefur lengi verið skotspónn háðfugla, hún hefur verið tekin sundur í öllum tegundum af gríni, meinlausu og andstyggilegu, allt frá meyfæðingunni til krossdauðans og heilagrar þrenningar - þetta er heil bókmenntagrein sem hefur verið tll allt frá tíma Voltaires. Þetta er hægt vegna þess að í samfélagi okkar tókst - á löngum tíma og með miklum erfiðismunum - að skilja á milli hins veraldlega sviðs og hins trúarlega. Ekki einu sinni hinir trúuðu vilja snúa aftur til gamla tímans - að minnsta kosti fæstir hér í Evrópu. Það er einmitt dragbítur á íslömsk samfélög að trúin og pólitíkin er í einum graut. Þess vegna er hægt að efna til slíkra múgæsinga. --- --- --- Það er búið að blása þetta skopteikningamál upp úr öllu valdi. Myndirnar sem við sjáum af æstum múg að mótmæla þeim eru í aðra röndina hlægilegar. En auðvitað líka ógnvekjandi, líkt og alltaf þegar maður horfir framan í blint ofstæki. Öfgamennirnir sjá sér hag í að forheimska fólk með þessu. Ríkistjórnir spila með því þetta beinir athyglinni frá ómögulegu stjórnmálaástandi heimafyrir. Það þarf svolítið að spá í hverjir hafa mestan hag af að efna til slíkra æsinga. Það má alls ekki beygja sig fyrir þessu, heldur er eina andsvarið að birta fleiri svona myndir - ofbeldismönnunum mun vaxa í augum að þurfa að ofsækja þúsundir blaðamanna, ritstjóra og netverja. Þið gætuð til dæmis kópíerað myndirnar sem birtist með þessari grein og sett þær sem víðast.