Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið í Laugardalshöllinni á morgun og hefjast átökin klukkan 14. Góð þáttaka verður í mótinu og er fastlega búist við að Íslandsmet muni falla, ekki síst í léttari flokkunum.
Margir þekktir kappar munu etja kappi á mótinu á morgun og þar á meðal má nefna þá Jón Bónda, Ísleif "Sleif" Árnason, Skaga-Kobba og Brynjar "Binnster" í Gym 80, sem allir hafa verið að gera fína hluti á æfingum fyrir mótið og eru til alls líklegir.