Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna 26. janúar 2006 20:36 Fast var skotið á forsætisráðherra á þingi í dag. Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna við upphaf þingfundar í morgun en rétt eins og aðrir stjórnarandstæðingar sem á eftir komu skoraði hann á ríkisstjórnina að krefja Bandaríkjamenn skýringa um fangaflugið svonefnda. Geir Haarde utanríkisráðherra ítrekaði hins vegar að bandarísk stjórnvöld hefðu þegar verið spurð um málið og engar haldbærar sannanir væru fyrir því að þessir flutningar hefðu yfirhöfðu átt sér stað. "Í vestrænum lýðræðisríkjum er ekki hægt að hefja rannsókn án ástæðu," sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra. "Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu til að hefja rannsókn hér á landi á grundvelli óstaðfestra sögusagna." Forsætisráðherra tók í svipaðan streng en útilokaði þó ekki að fangaflugsmálið yrði skoðað betur síður ef tilefni væri til. "Við munum að sjálfsögðu taka þátt í þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að spyrja megi frekari spurninga," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ögmundi Jónassyni, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var svo mikið niðri fyrir eftir þessa ræðu Halldórs Ásgrímssonar að hann hóf mál sitt áður en hann var kominn í pontu. "Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur forsætisráðherra hætti að tala sem fulltrúi og talsmaður Pentagon og fara að tala í nafni íslensku þjóðarinnar?" spurði Ögmundur. Við þetta má svo bæta að í morgun ákvað Evrópuþingið að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka þetta sama mál. Nefndin á sérstaklega að kanna hvort ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópusambandsins hafi haft vitneskju um leynifangelsin og fangaflutningana - ef á annað borð tekst að sanna að þeir hafi átt sér stað.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira