Best að sitja sem fastast 25. janúar 2006 17:03 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. MYND/Vilhelm Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson, sem sæti á í miðstjórn Framsóknarflokksins og er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, fer hörðum orðum um Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar segir Kristinn hvítþvo sig af erfiðum málum en koma fram með geislabaug þegar eitthvað vinsælt sé í gangi. "Þetta skaðar flokkinn, þetta skaðar kjördæmið og við höfum ekkert við slíka þingmenn að gera." Kristinn segir Gunnar Braga löngum hafa gagnrýnt sig og því komi gagnrýnin ekki á óvart. En á hann samleið með Framsóknarflokknum? "Í þeim málum sem hefur skorist í odda hefur nú afstaða kjósenda og stuðningsmanna Framsóknarflokksins undantekningalaust verið sú sama og ég hef haft," segir Kristinn. Þessu er Gunnar Bragi ekki sammála. Hann segir málflutning Kristins vera þann sama nú og þegar Kristinn var þingmaður Alþýðubandalagsins, þetta megi auðveldlega sjá með því að bera saman greinar sem Kristinn hefur skrifað í gegnum tíðina og megi nálgast á vef Kristins. "Ég mótmæli því sem hann heldur fram að allir Framsóknarmenn séu sammála hans stefnu og skoðun, það er langt, langt frá því," segir Gunnar Bragi. Það er þó ólíklegt að Gunnari Braga verði að ósk sinni um að Kristinn láti af þingmennsku. "Ég held að besta svarið við svona kveðjum sé að sitja sem fastast," segir Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson, sem sæti á í miðstjórn Framsóknarflokksins og er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, fer hörðum orðum um Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar segir Kristinn hvítþvo sig af erfiðum málum en koma fram með geislabaug þegar eitthvað vinsælt sé í gangi. "Þetta skaðar flokkinn, þetta skaðar kjördæmið og við höfum ekkert við slíka þingmenn að gera." Kristinn segir Gunnar Braga löngum hafa gagnrýnt sig og því komi gagnrýnin ekki á óvart. En á hann samleið með Framsóknarflokknum? "Í þeim málum sem hefur skorist í odda hefur nú afstaða kjósenda og stuðningsmanna Framsóknarflokksins undantekningalaust verið sú sama og ég hef haft," segir Kristinn. Þessu er Gunnar Bragi ekki sammála. Hann segir málflutning Kristins vera þann sama nú og þegar Kristinn var þingmaður Alþýðubandalagsins, þetta megi auðveldlega sjá með því að bera saman greinar sem Kristinn hefur skrifað í gegnum tíðina og megi nálgast á vef Kristins. "Ég mótmæli því sem hann heldur fram að allir Framsóknarmenn séu sammála hans stefnu og skoðun, það er langt, langt frá því," segir Gunnar Bragi. Það er þó ólíklegt að Gunnari Braga verði að ósk sinni um að Kristinn láti af þingmennsku. "Ég held að besta svarið við svona kveðjum sé að sitja sem fastast," segir Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira