Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk.
Haukastúlkur eru efstar með 18 stig auk þess að eiga einn leik til góða.