Sport

Grönholm í forystu eftir að Loeb lenti í óhappi

Heimsmeistarinn ók útaf í dag og ólíklegt verður að teljast að hann blandi sér í hóp fremstu manna í kjölfarið
Heimsmeistarinn ók útaf í dag og ólíklegt verður að teljast að hann blandi sér í hóp fremstu manna í kjölfarið NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn og þrefaldur sigurvegari í Monte Carlo-rallinu, Sebastien Loeb, lenti í óhappi á sjöttu sérleiðinni í dag og því hefur Marcus Grönholm nú náð forystu í keppninni. Grönholm hefur 23,7 sekúndna forystu á Ástralann Chris Atkinson og Tony Gardemeister er í þriðja sætinu á Peugeot.

Það verður því að teljast afar ólíklegt að Loeb vinni Monte Carlo rallið fjórða árið í röð, því ef hann nær að gera við bíl sinn fyrir morgundaginn, mun hann þurfa að vinna upp rúmlega fjögurra mínútna forskot á fremsta mann - auk þeirra fimm mínútna sem hann fær í refsingu fyrir að ljúka ekki keppni í dag. Þeir félagar Loeb og Daniel Elena sluppu þó vel við meiðsli þegar þeir óku útaf í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×