Innlent

Kjaradómslögin samþykkt

MYND/GVA

Kjaradómslögin voru samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Tuttugu og sex greiddu atkvæði með lögunum en sautján sátu hjá. Með lögunum er úrskurður Kjaradóms frá því rétt fyrir áramót felldur úr gildi og laun þingmanna þannig hækkuð um 2,5 prósent, en ekki 8 prósent eins og Kjaradómur ákvað. Deilt hafði verið mjög um frumvarpið síðastliðnar vikur og sat það meðal annars fast í efnahags- og viðskiptanefnd vegna efasemda um að það stæðist stjórnarskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×