Dómstjórinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hyggst láta af embætti sínu og mun greina frá ákvörðun sinni þess efnis næst þegar réttað verður í málinu, 24. janúar.
Reutersfréttastofan greindi frá þessu í kvöld og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildamanni sem starfar náið með Kúrdanum Rizgar Amin sem stýrir dómnum.