Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar 13. janúar 2006 20:55 Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira