Uppreisnarmenn í Írak skutu niður bandaríska herþyrlu nærri Mosul í norðurhluta landsins í dag. Tveir voru í áhöfn hennar og eru báðir taldir af. Þetta er önnur bandaríska herþyrlan sem er skotin niður á viku, tólf fórust með þyrlu sem var skotin niður síðasta laugardag.

