Menningarpistill 11. janúar 2006 10:54 Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur skrifar greinar í gríð og erg um menningarumræðu. Ég er ekkert viss um að sé mikil eða merkileg menningarumræða hér á landi - þótt hún sé vissulega fyrirferðarmikil í Lesbókinni og Víðsjá. En hún brýst ekki oft þaðan út. Menningarumræðan virðist furðu oft snúast um sjálfa sig. Þannig er það líka um greinar Sigurðar Gylfa. Þær eru menningarumræða um menningarumræðu. Vöntun á henni - eða að hún sé ekki í alveg réttum tóni. Þetta er svona eins og íslensk heimspekirit sem ég var að reyna að lesa á tímabili. Þau fjölluðu aðallega um að það vantaði meiri heimspeki. --- --- --- Síðasti fjörkippurinn í menningarumræðunni hefur snúist um hvort Gunnar Gunnarsson hafi einhvern tíma komið til greina við útdeilingu Nóbelsverðlauna. Maður getur vart hugsað sér dauðara umfjöllunarefni. Allir sem hafa lesið Gunnar sjá líka að þetta getur ekki verið - hann skrifaði nokkrar mjög þekkilegar bækur, en það hefði engum dottið í hug að skipa honum í flokk með Hemingway, Faulkner, T.S. Eliot - og Laxness - sem fengu verðlaunin á þessum árum. Voða mikið af þessum skrifum ganga út á að hafa afkomendur Gunnars góða, ræna þá ekki alveg fantasíunni - eins og það skipti einhverju máli. --- --- --- Annars gengur menningarumræðan mikið út á að passa sig vandlega á að gera alls ekki greinarmun á hámenningu og lágmenningu. Það má ekki lengur. Allt snobb er úti, enda löngu búið að afbyggja borgaralegan elítisma í tætlur. Þannig þykir lítils virði að halda á lofti raunverulegum afrekum mannsandans - hinum svonefnda canon - heldur eru skrifaðar langar greinar um glæpasögur, rapp og slagsmálamyndir eins og það séu stórmerkileg menningarverðmæti. En undir eins og allt er lagt að jöfnu missir menningin máttinn til að göfga andann, gera lífið markverðara - já, færa okkur nær hinu guðlega. Þetta verður bara ein misjafnlega kekkjótt súpa þar sem synda saman Tarantino og Thomas Mann. Og við erum engu nær. --- --- --- Dæmigerð myndlistarsýning á Íslandi er innsetning þar sem er hengdur upp álpappír, dreift nokkrum spýtum, kannski smá fiðri. Einhvers staðar er svo komið fyrir mynd af sjálfum listamanninum í áhugaverðri stellingu. Ídol innsetningaliðsins eru fígúrur eins og Tracy Ermin og Damien Hirst sem sýna rúmið sitt útbíað af gömlum kærustum, dauð dýr í formalíni og hengja upp gamlar nærbrækur - fólk sem telur listrænt setja túrtappa í nefið á sér ef því er að skipta. Þetta kemst auðveldlega í blöðin en hefur enga skírskotun - telst fremur vera einhvers konar show en list, en er auðvitað ekki annað en hálfmenntað hálfkák. --- --- --- Stefán Snævarr má þó eiga að hann heldur uppi kraftmikilli menningarumræðu, kannski dálítið gamaldags og alveg lausri við póstmódernískar flækjur. Nú skrifar hann grein í Kistuna og fárast yfir amerískum áhrifum í miklum móð; það er langt síðan maður hefur lesið svoleiðis texta - nema kannski hjá Bödda Steingríms sem Stefán tileinkar greinina með tilvitnun úr Baudelaire via T.S. Eliot - "mon semblable, - mon frère." Stefán skrifar í reiðilestri sínum: "Sem frægt er orðið lék Ísland Iwo Jima í nýjustu kvikmynd Clints Eastwood og fær landið líklega Óskarinn fyrir vikið. Að auki léku fimm hundruð Íslendingar bandaríska hermenn og kom það vel á vonda. Við lifum nefnilega á óöld Sigurðar Óla, hinnar ameríkaniseruðu löggu í bókum Arnalds Indriðasonar. Föðurland Sigurðar Óla er ameríkaniseraðasta land Evrópu, íbúarnir stunda "imitatio Kani", eftirhermu Kanans, ekki "imitatio Christi", eftirhermu Krists. Réttast væri að kalla landsnefnu þessa "Iwo Iceland". Nefna má að Kaninn sem gerði draslfæðumyndina Supersize me tók Íslendinga á beinið fyrir ameríkaniseringu í nýlegu viðtali. Hann var undrandi yfir því að Smokey Bay (Reykjavík) væri útötuð í amerískum draslfæðustöðum og fannst hann vera kominn til Iowa (kannski að eylendan sé réttnefnd "Austur-Iowa"). Svo klykkti hann út með því að segja "'Ísland á að vera Ísland en ekki Bandaríkin" (heyr, heyr!). Draslfæðungur þessi er sennilega meiri þjóðmenningarsinni en þeir á Skjá einum eða í The University of Smokey Bay og þarf ekki mikið til. Hið sama gildir um bresku leikkonuna Julie Christie sem sá sér ástæðu til að skamma íslensk kvikmyndahús fyrir að sýna nánast einvörðungu amerískt rusl. Fleiri útlendingar hneykslast á ameríkanaseringunni á Iwo Iceland. Þannig hefur tímarit íslenskunema í Þýskalandi sérhefti um þessu kanavæðingu og gefur fáein dæmi um málblóm nútímans, ódauðlega frasa á borð við "meika bigg monní" og "ekki missa kúlið". Ekki hneykslast erlendir menn síður á plebbakynslóðinni, þ.e. ungviðinu sem nú "vex" úr grasi (illgresi?). Norskur blaðamaður sagði fyrir rúmum áratug að íslenskir unglingar væru "Ameríkanar inn í sér". Reyndar hefði blaðasnápinum verið nær að líta á norska unglinga sem gefa íslenskum jafnöldrum sínum lítið eftir í kanavæðingu. Allt um það, meiru skiptir að spyrja hvað valdi þessari óheillaþróun. Spurningunni er fljótsvarað, tveir orsakavaldar eru helstir, hérvera hersins og endalaus áróður í kolkrabba-fjölmiðlun um ágæti Bandaríkjanna." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur skrifar greinar í gríð og erg um menningarumræðu. Ég er ekkert viss um að sé mikil eða merkileg menningarumræða hér á landi - þótt hún sé vissulega fyrirferðarmikil í Lesbókinni og Víðsjá. En hún brýst ekki oft þaðan út. Menningarumræðan virðist furðu oft snúast um sjálfa sig. Þannig er það líka um greinar Sigurðar Gylfa. Þær eru menningarumræða um menningarumræðu. Vöntun á henni - eða að hún sé ekki í alveg réttum tóni. Þetta er svona eins og íslensk heimspekirit sem ég var að reyna að lesa á tímabili. Þau fjölluðu aðallega um að það vantaði meiri heimspeki. --- --- --- Síðasti fjörkippurinn í menningarumræðunni hefur snúist um hvort Gunnar Gunnarsson hafi einhvern tíma komið til greina við útdeilingu Nóbelsverðlauna. Maður getur vart hugsað sér dauðara umfjöllunarefni. Allir sem hafa lesið Gunnar sjá líka að þetta getur ekki verið - hann skrifaði nokkrar mjög þekkilegar bækur, en það hefði engum dottið í hug að skipa honum í flokk með Hemingway, Faulkner, T.S. Eliot - og Laxness - sem fengu verðlaunin á þessum árum. Voða mikið af þessum skrifum ganga út á að hafa afkomendur Gunnars góða, ræna þá ekki alveg fantasíunni - eins og það skipti einhverju máli. --- --- --- Annars gengur menningarumræðan mikið út á að passa sig vandlega á að gera alls ekki greinarmun á hámenningu og lágmenningu. Það má ekki lengur. Allt snobb er úti, enda löngu búið að afbyggja borgaralegan elítisma í tætlur. Þannig þykir lítils virði að halda á lofti raunverulegum afrekum mannsandans - hinum svonefnda canon - heldur eru skrifaðar langar greinar um glæpasögur, rapp og slagsmálamyndir eins og það séu stórmerkileg menningarverðmæti. En undir eins og allt er lagt að jöfnu missir menningin máttinn til að göfga andann, gera lífið markverðara - já, færa okkur nær hinu guðlega. Þetta verður bara ein misjafnlega kekkjótt súpa þar sem synda saman Tarantino og Thomas Mann. Og við erum engu nær. --- --- --- Dæmigerð myndlistarsýning á Íslandi er innsetning þar sem er hengdur upp álpappír, dreift nokkrum spýtum, kannski smá fiðri. Einhvers staðar er svo komið fyrir mynd af sjálfum listamanninum í áhugaverðri stellingu. Ídol innsetningaliðsins eru fígúrur eins og Tracy Ermin og Damien Hirst sem sýna rúmið sitt útbíað af gömlum kærustum, dauð dýr í formalíni og hengja upp gamlar nærbrækur - fólk sem telur listrænt setja túrtappa í nefið á sér ef því er að skipta. Þetta kemst auðveldlega í blöðin en hefur enga skírskotun - telst fremur vera einhvers konar show en list, en er auðvitað ekki annað en hálfmenntað hálfkák. --- --- --- Stefán Snævarr má þó eiga að hann heldur uppi kraftmikilli menningarumræðu, kannski dálítið gamaldags og alveg lausri við póstmódernískar flækjur. Nú skrifar hann grein í Kistuna og fárast yfir amerískum áhrifum í miklum móð; það er langt síðan maður hefur lesið svoleiðis texta - nema kannski hjá Bödda Steingríms sem Stefán tileinkar greinina með tilvitnun úr Baudelaire via T.S. Eliot - "mon semblable, - mon frère." Stefán skrifar í reiðilestri sínum: "Sem frægt er orðið lék Ísland Iwo Jima í nýjustu kvikmynd Clints Eastwood og fær landið líklega Óskarinn fyrir vikið. Að auki léku fimm hundruð Íslendingar bandaríska hermenn og kom það vel á vonda. Við lifum nefnilega á óöld Sigurðar Óla, hinnar ameríkaniseruðu löggu í bókum Arnalds Indriðasonar. Föðurland Sigurðar Óla er ameríkaniseraðasta land Evrópu, íbúarnir stunda "imitatio Kani", eftirhermu Kanans, ekki "imitatio Christi", eftirhermu Krists. Réttast væri að kalla landsnefnu þessa "Iwo Iceland". Nefna má að Kaninn sem gerði draslfæðumyndina Supersize me tók Íslendinga á beinið fyrir ameríkaniseringu í nýlegu viðtali. Hann var undrandi yfir því að Smokey Bay (Reykjavík) væri útötuð í amerískum draslfæðustöðum og fannst hann vera kominn til Iowa (kannski að eylendan sé réttnefnd "Austur-Iowa"). Svo klykkti hann út með því að segja "'Ísland á að vera Ísland en ekki Bandaríkin" (heyr, heyr!). Draslfæðungur þessi er sennilega meiri þjóðmenningarsinni en þeir á Skjá einum eða í The University of Smokey Bay og þarf ekki mikið til. Hið sama gildir um bresku leikkonuna Julie Christie sem sá sér ástæðu til að skamma íslensk kvikmyndahús fyrir að sýna nánast einvörðungu amerískt rusl. Fleiri útlendingar hneykslast á ameríkanaseringunni á Iwo Iceland. Þannig hefur tímarit íslenskunema í Þýskalandi sérhefti um þessu kanavæðingu og gefur fáein dæmi um málblóm nútímans, ódauðlega frasa á borð við "meika bigg monní" og "ekki missa kúlið". Ekki hneykslast erlendir menn síður á plebbakynslóðinni, þ.e. ungviðinu sem nú "vex" úr grasi (illgresi?). Norskur blaðamaður sagði fyrir rúmum áratug að íslenskir unglingar væru "Ameríkanar inn í sér". Reyndar hefði blaðasnápinum verið nær að líta á norska unglinga sem gefa íslenskum jafnöldrum sínum lítið eftir í kanavæðingu. Allt um það, meiru skiptir að spyrja hvað valdi þessari óheillaþróun. Spurningunni er fljótsvarað, tveir orsakavaldar eru helstir, hérvera hersins og endalaus áróður í kolkrabba-fjölmiðlun um ágæti Bandaríkjanna."
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun