Erlent

Á annað hundrað fallnir í árásum

Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. MYND/AP

Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003.

Mannfallið var mest í tveimur sprengjuárásum í Kerbala og Ramadi. Sextíu að lágmarki féllu í síðarnefndu borginni og í það minnsta 51 í þeirri fyrrnefndu. Þá féllu fimm bandarískir hermenn í sprengjuárás í Bagdad.

Þetta er annar dagurinn í röð sem mikið mannfall verður í sprengjuárásum. Í gær létust 58 manns í hrinu sprengjuárása og annarra ofbeldisverka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×