Innlent

Vinstri-grænir fordæma bæjaryfirvöld

Börn á leikskóla í Kópavogi.
Börn á leikskóla í Kópavogi.

Vinstri-grænir í Kópavogi lýsa þungum áhyggjum vegna stöðu leikskólamála í bænum í ályktun sem þeir hafa sent frá sér. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi þubast við og ekkert gert til að leysa vandann þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks og foreldra.

Vinstri-grænir segja bæjaryfirvöld hafa ýmist beitt fagurgala eða hótunum í stað þess að láta verkin tala og sífellt vísað málinu frá sér. Þá furða þeir sig á að á sama tíma og bæjarsjóður sé rekinn með milljarða afgangi séu ekki til peningar til að borga láglaunuðum stéttum mannsæmandi laun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×