Úr ólíkum áttum 21. desember 2006 15:45 Óskar Magnússon les úr smásagnasafni sínu í kvöld. Rithöfundar og fjármálaspekúlantar ætla að lesa upp úr bókmenntaverkum sínum í Anima galleríi í kvöld og annað kvöld og sætir það vissum tíðindum því ekki er algengt að slíkir leiði saman hesta sína. Í kvöld les Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, úr nýju smásagnasafni sínu Borðaði ég kvöldmat í gær? en auk þess les Sindri Freysson úr ljóðabók sinni (M)orð og myndir og Silja Aðalsteinsdóttir úr nýrri þýðingu sinni á bókmenntaverkinu Wuthering Heights eftir Emily Bronte. Dagskráin hefst kl. 20 í kvöld sem og annað kvöld þegar Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka, les úr Ljóðmælum Jóns Arasonar sem hann stóð fyrir útgáfu á. Hjörtur Pálsson tekur þátt í upplestrinum með Ásgeiri og í tengslum við hann mun Gerður Bolladóttir sópransöngkona og eiginkona Ásgeirs syngja lög af geisladiski sem þau hjónin gáfu út í sameiningu árið 2004 og ber nafnið Jón Arason In Memorian. Þá mun Einar Már Guðmundsson setja svo punktinn yfir i-ið með lestri úr nýrri ljóðabók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Boðið verður upp á hressingu og eru allir velkomnir á upplestrana. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rithöfundar og fjármálaspekúlantar ætla að lesa upp úr bókmenntaverkum sínum í Anima galleríi í kvöld og annað kvöld og sætir það vissum tíðindum því ekki er algengt að slíkir leiði saman hesta sína. Í kvöld les Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, úr nýju smásagnasafni sínu Borðaði ég kvöldmat í gær? en auk þess les Sindri Freysson úr ljóðabók sinni (M)orð og myndir og Silja Aðalsteinsdóttir úr nýrri þýðingu sinni á bókmenntaverkinu Wuthering Heights eftir Emily Bronte. Dagskráin hefst kl. 20 í kvöld sem og annað kvöld þegar Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka, les úr Ljóðmælum Jóns Arasonar sem hann stóð fyrir útgáfu á. Hjörtur Pálsson tekur þátt í upplestrinum með Ásgeiri og í tengslum við hann mun Gerður Bolladóttir sópransöngkona og eiginkona Ásgeirs syngja lög af geisladiski sem þau hjónin gáfu út í sameiningu árið 2004 og ber nafnið Jón Arason In Memorian. Þá mun Einar Már Guðmundsson setja svo punktinn yfir i-ið með lestri úr nýrri ljóðabók sinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Boðið verður upp á hressingu og eru allir velkomnir á upplestrana.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira