Nostrað við hlustir 18. desember 2006 14:30 Má bjóða þér hljóð? Þóranna Dögg Björnsdóttir skapar hljóðleg hughrif við Hverfisgötuna. Mynd/friðrik örn Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19. Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19.
Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira